miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Svefn

Við sváfum yfir okkur í morgun. Það var gott (þeas. að sofa, ekki að sofa yfir sig).
Yfirleitt vakna ég þegar konan mín fer í vinnuna (kl.630) en ekki í morgun. Vaknaði ekki fyrr en strákarnir fóru að brölta (voru tveir komnir uppí til mín). Þá var klukkan 815.

Ákvað að hafa þá heima í dag, ég þarf hvort sem er ekki í vinnu fyrr en um hádegi, svo nú sitjum við við (gaman að segja við við) eldhúsborðið og lærum. Ari er að skrifa upp dæmi frá því í gær sem hann gerði ekki nógu vel og Adrian að klippa út myndir úr fréttablaðinu til að skrifa um þær sögu. Rafal er að spila í Geimboj.

Við fengum trommusett í gær, reyndar rafmagnstrommur svo að hávaðinn ærir nú ekki alla í blokkinni. Þeir eru strax farnir að sýna Tommy Lee hæfileika (bíð eftir að þeir fari að draga heim heimskar ljóskur með stór brjóst).

Pólverjar eru vondir, þeir kalla sand piesek en hund piasek (eða öfugt). Þetta hefur valdið mér mikilli sálarangist því ég get ekki munað hvort er hvað.

6 ummæli:

Stefán Arason sagði...

vona að þú sért ekki búinn að kenna þeim á stafrænu vídeótökuvélina (eða hvað þetta nú heitir).

Þorbjörn sagði...

og kaupa handa þeim skemmtibát.

Daníel Arason sagði...

það er nú greinilegt hvað þið félager eruð alltaf að gera á netinu!

Stefán Arason sagði...

Veistu! Mér hefur ekki ennþá tekist að finna þessa mynd með þeim skötuhjúum!!! Áttana??? :)

Daníel Arason sagði...

nei en mér heyrist Þorbjörn eigana

Þorbjörn sagði...

Nei, svonalagað geymir maður ekki.