miðvikudagur, mars 29, 2006

Harmleikur og tónleikur.

Já Stefán minn bara fyrir þig. Hef ekki póstað hér nokkuð lengi en sumir þurfa nú að vinna fyrir sér og hafa ekki endalausan tíma til að leika sér á netinu.

En í gær var ég að lesa frétt (ef frétt skyldi kalla) um manninn sem lést í hræðilegu slysi á Kárahnjúkum um daginn. Blessuð sé minning hans. Þar var greint frá nafni hans og einhvern veginn datt mér strax í hug: "Þetta hefði nú Stebbi bróðir fílað að heita". Nafn mannsins var Eilífur Hammond. Flott nafn það.

En að öðrum og léttari málum. Það eru að koma páskar og páskafrí. Þá verður nú gaman að borða páskaeggin frá börnunum og fara í lambalæri til mömmu á páskadag.
Einnig langar mig til að nefna að á föstudaginn langa kl. 20 ætla ég að vera með tónleika í kirkjunni. Þar ætla 4 frábærar söngkonur að syngja sænska (já ég sagði það) tónlist, Abba, Roxette, Taube ofl. Getur ekki orðið anað en gaman.

En þá segi ég bara bless bless (eins og Stubbarnir), eða eins og Pólverjarnir segja, pa pa

fimmtudagur, mars 02, 2006

Reykjavíkurblús ... blogg

Góða kvöldið.

Nú ligg ég upp í rúmi á fínu gistiheimili í henni Reykjavík. Það heitir gistiheimilið ALBA. Við hjónin erum hér í útréttingum, vorum t.d. í dag að kaupa okkur baðinnréttingu og flísar á kósettið og baðið. Keyptum ein 600 kg af flísum. Gott dagsverk það.

Svo rakst ég á þessa ansi hreint skemmtilegu síðu á netinu, þar er nú mikið af gagnslausum upplýsingum, mér finnst voða gaman af gagnslausum upplýsingum. Síðan er hér. Þarna er m.a. dálítið fjallað um Ísland. Ég er nú ekki búinn að lesa mig alveg í gegnum listann en er nú ekki alveg tilbúinn að kaupa allt sem stendur þarna. En gaman að því samt.

http://www.berro.com/entertainment/general_interesting_facts.htm

Í tilefni af því að ég var að keyra aldraða systur tengdamóður minnar á milli staða í dag má geta þess að á pólsku er hægri prawo og vinstri lewo.