miðvikudagur, mars 29, 2006

Harmleikur og tónleikur.

Já Stefán minn bara fyrir þig. Hef ekki póstað hér nokkuð lengi en sumir þurfa nú að vinna fyrir sér og hafa ekki endalausan tíma til að leika sér á netinu.

En í gær var ég að lesa frétt (ef frétt skyldi kalla) um manninn sem lést í hræðilegu slysi á Kárahnjúkum um daginn. Blessuð sé minning hans. Þar var greint frá nafni hans og einhvern veginn datt mér strax í hug: "Þetta hefði nú Stebbi bróðir fílað að heita". Nafn mannsins var Eilífur Hammond. Flott nafn það.

En að öðrum og léttari málum. Það eru að koma páskar og páskafrí. Þá verður nú gaman að borða páskaeggin frá börnunum og fara í lambalæri til mömmu á páskadag.
Einnig langar mig til að nefna að á föstudaginn langa kl. 20 ætla ég að vera með tónleika í kirkjunni. Þar ætla 4 frábærar söngkonur að syngja sænska (já ég sagði það) tónlist, Abba, Roxette, Taube ofl. Getur ekki orðið anað en gaman.

En þá segi ég bara bless bless (eins og Stubbarnir), eða eins og Pólverjarnir segja, pa pa

5 ummæli:

The Naddster sagði...

Einnig mætti segja: Do widzenia.
Rakst á síðuna þína og mátti til með að "kommenta"

Manni Dan

Daníel Arason sagði...

já pa pa er meira svona eins og bæ bæ. Do widzenia þýðir sjáumst seinna og er auðvitað miklu betri pólska.

Líka gaman að sjá að þú ert farinn að fara á netið frændi. Bið að heilsa Fríðu.

Stefán Arason sagði...

Ég leik mér að því að vinna fyrir mér :-)

Eilfíur Hammond! :-) Hét maðurinn þetta virkilega?!?!

Bið annars að heilsa Manna og Fríðu....mmm...ég verð bara svangur við að hugsa um nýársmatinn hjá þeim hérna í denn.

The Naddster sagði...

Ég held að þið séuð að rugla mér samann við afa en það er í lagi, ég skal skila kveðju til ömmu og afa ;)

Nafnlaus sagði...

Halló.
Rakst hér inn fyrir tilviljun. Kveðja frá Kongó.
Kristján I.
http://spaces.msn.com/kristjani/