fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Lestur

Um daginn ráðlagði litli bróðir minn öllum hinum nettengda heimi að lesa bók. Bókin sú heitir Alkemistinn og er eftir portúgalskan karlskrögg að nafni Paulo Coelho (minnir mig á hina frábæru hljómsveit Toto Coello). Fauskur þessi minnir mjög á Peter Gabriel í útliti.

En ekki var það nú útlit ritarans sem ég ætlaði að gera að umfjöllunarefni, heldur skruddan.
Bók þessi hefur verið mærð óspart, Súsanna Svavars hélt hvorki vatni né vindum yfir henni "ein af 10 bestu bókum sögunnar" og svo mætti lengi telja.
Ég er sammála Sússý. Þetta er mjög sennilega ein af 10 bestu, jafnvel 5 bestu bókum sögunnar. Samt er ég bara búinn að lesa hálfa bókina. Málið er bara það að ég skil ekkert um hvað bókin er, og þar af leiðandi hlýtur hún að vera góð. Svona svipað eins og tónlist Peter Gabriel. Hún er svo leiðinleg að hún hlýtur að vera góð (undantekningar 3 lög).
Ég meina hvað er málið, einhver fjárhirðir hittir gamlan kall og gefur honum nokkrar rollur, og fer svo í ferðalag og hittir einhvern Englending og einhverja konu sem hann verður skotin í en vill ekkert með hann hafa.
Ég veit ekki hvort ég nenni að fletta í gegnum afganginn, geri það kannski fyrir Stebba, en loka henni svo og fyllist auðmýkt eins og maður sem hefur litið Guð almáttugan augum og getur ekki höndlað guðdómleikann.

Hins vegar opnaði ég Bettý eftir Arnald í gærkveldi þegar Alkemistinn hafði borið mig ofurliði. Ýmindið (eða Ímyndið) ykkur undrun mína í 18. kafla þegar helvítis lögfræðingurinn var kona!

Minnir mig á gátu eina sem mér var sögð. Hún er svona: Faðir og sonur voru í bíltúr. Þeir keyra ofan í gil og faðirinn deyr. Sonurinn er alvarlega slasaður og er keyrt á sjúkrahús í ofboði. Þegar þangað kemur, tekur læknirinn á móti honum og hrópar strax upp yfir sig: "Nei, þetta er sonur minn!"
Hvernig stendur á því?

Bjór=piwo (segir hann og teygir sig í bjórinn á náttborðinu - Newcastle Brown Ale)

2 ummæli:

Stefán Arason sagði...

Þetta er eins og með rauðvínið og ólífurnar, maður þarf að hafa ákveðinn þroska til að kunna að meta þessa hluti :)
Peter Gabriel er snillingur.
Paulo Coelho er það líka.

Læknirinn er mamma hans.

Fyrir glöggla lesendur (eins og mig) þá var Arnaldur einu sinni búinn að missa það út úr sér að um konu væri að ræða, áður en hann "skar það út í pappa" einsog danskurinn segir.

Góður er sopinn, gæskan...eða var það grauturinn?

Nafnlaus sagði...

Já maðurinn var kona; það minnir mig á brandarann =
einu sinni var kúreki á bar, þá kom ljóska og spurði ertu í alvörunni kúreki ? já svaraði kúrekinn og hann spurði hvað gerir þú og ljóskan svarðai ég er lessa og kúrekinn spurði og hvað gera lessur; þær hugsa um konur frá morgni til kvölds og allt þar á milli - síðan fer ljóskan og kúrekinn pantar sér annan viskí, síðan kemur önnur ljóska og spyr; ertu í alvörunni kúreki og kúrekinn svarar = nei ég er lessa