fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Ummæli part 2

Það virðist vera að þegar ég skrifa eitthvað sem er meira en það sem passar í gluggann sem kemur til að gera bloggið í, þá vill það ekki koma inn á síðuna. Þessvegna er allt í mörgum pörtum hjá mér.

En önnur furðuleg ummæli eru ummæli Ara Edvalds á mbl.is í gær þar sem hann tjáir sig um mál Sirrýar (Sirrýjar?) en fréttina getið þið lesið á http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1184171 nenni ekki að fara nánar út í efni hennar.

En Ari segir: "...er algengt að við ráðum fólk og að við missum fólk. Það er ekki hægt að gera það í bága við aðrar ráðningar," sagði Ari Edwald, forstjóri 365 ljósvakamiðla, þegar hann var spurður um viðbrögð sín við óánægju sjónvarpsstjóra Skjás. Þetta verður skoðað en mér finnst skrýtið að þessu hafi ekki verið teflt fram. Venjan er sú að starfsmaður sem ræður sig í vinnu kynni væntanlegum vinnuveitanda þá stöðu sem uppi er um sína hagi." Feitletrun er mín, og ég vona að þið skiljið þessar setningar betur en ég.

Fyrsta orðið sem ég lærði í pólsku var niezdara en það þýðir klaufi. Ég þurfti mikið að nota það í samtölum við konuna mína.

1 ummæli:

Stefán Arason sagði...

Þetta eru ansi fínar setningar sem ég skil alls ekki.
Íþróttafólk og íþróttafjölmiðlafólk er með eindæmum gott í að tala um ekki neitt.
T.d. "afhverju töpuðuð þið?"
"tja...við skoruðum færri mörk en mótstæðingurinn." Gáfnaljós!!!