þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Vegna fjölda áskorana part 2

Ég var reyndar að laga kommentakerfið mitt, svo nú getur hver sem er komið með lúaleg komment um mig og mína, nafnlaust held ég meira að segja. Ég var búinn að búa til helv... flott kommenntakerfi á einhverri annarri síðu þegar ég fann upp á því hvernig ætti að taka lásinn af hérna, áður voru það bara innskráðir notendur sem gátu kommentað (hey, kannsky ætti ég að hafa mitt "thing" það að skrifa alltaf langar setningar án púnkta og komma).
Nei, geri það ekki en annars megið þið vita að ég mun ætíð skrifa kannsky með ufsíloni, hnetur beygjast hnetur um hnetum frá hnetum til hnetna, og reynt skal að skrifa zetu hvar sem því verður mögulega viðkomið, t.d. í Þýzkaland, verzla og (man ekki fleiri orð en fannst flottara að hafa þau þrjú).

Engin ummæli: