þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Vegna fjölda áskorana part 3 (þetta er bara orðið eins og Rambó serían)

Annars bara allt gott að frétta, var að koma af flottum húsfundi í blokkinni minni, segi kannsky meira frá því seinna, ætla að fá mér mjólk og kökur og fara in í rúm með tölvuna að horfa á King of Queens (sem ég stal af netinu).

............ Eitt í lokin, ég ætla að prófa að hafa líka svona þema í hverju bloggi, svona fræðsluhorn. Ég ætla að kenna ykkur eitt pólskt orð í hvert skipti, afþví (já ég ætla líka að skrifa afþví, þessvegna, afhverju og fleiri orð sem eitt) að ég er svo góður í pólsku.

Kirkja á pólsku er kościół (ó er borið fram ú og ł er borið fram ú ... tvöfalt ú í endinn) orðið lesist kostsjú eða eitthvað þannig held ég.

Held ég hafi fræðsluhornin mín rauð (kannsky geri ég nýjan lit í hvert skipti). Vá hvað það eru margir möguleikar!

Góða nótt börnin mín.

Engin ummæli: