miðvikudagur, febrúar 22, 2006

.....byggir með þér

Var að koma heim eftir að hafa horft á leiðinlegasta fótboltaleik veraldarsögunnar (Benfica-Liverpool). Settist til að pissa fyrir svefninn og teygði mig í Dagskrána. Rak þar augun í ákaflega skemmtilega auglýsingu frá Húsasmiðjunni. Þá vantar afgreiðslumann í timburdeildina. Í auglýngunni segir: "Reynsla (eða þekking, man það ekki) af byggingarvörum æskileg en ekki skilyrði."

Það er nú ekki oft sem ég fer í verslun og ætlast til þess að afgreiðslufólkið hafi vit á því sem það er að versla. En þegar ég fer í byggingarvöruverslanir þá ætlast ég til þess. Ekkert er eins ömurlegt og að tala við afgreiðslufólk í byggingarvöruverslun sem veit ekkert um hvað það er að tala.

Sé líka fyrir mér auglýsingar eins og: "Organisti óskast. Þekking á tónlist æskileg en ekki skilyrði." Og: "Kranamaður óskast. Æskilegt er að viðkomandi hafi próf á krana, en ef engin réttindamaður sækir um verður réttindalaus maður ráðinn."

Jæja, farinn að sofa. Góða nótt, eða dobranoc (held það eigi að vera svona komma fyrir ofan séið, nenni ekki að fara í word og kópípeista það).

5 ummæli:

Stefán Arason sagði...

Afhverju var hann svona leiðinlegur? Ég ætlaði að fara inn á pöbb í gær með hluta af kórnum mínum, en þar sem að þetta er enskur pöbb þá var fullt út úr dyrum. Þeir nenntu greinilega að sjá leikinn.

En ég er sammála varðandi fólk í búðum sem veit ekki neitt. Starfsfólk þarf að vita eitthvað í byggingarvörubúðum og tölvubúðum að mínu mati. Það er líka gaman þegar fólk veit eitthvað í vínbúðum (annars þarf ég að nota trikkið hans pabba og skoða hvernig myndin á flöskunni er...eða hvort hún sé með svona holu undir...klikkar þó yfirleitt ekki ef vínið er frá Chile).
Jamms.

Stefán Arason sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Daníel Arason sagði...

Allt undir 1.100 kr. íslenskum í ÁTVR er gæðavín, hitt bölvað piss.

En í sambandi við leikinn þá hefði verið meira gaman að horfa á þvott þorna en þetta Liverpool lið í gær, þú misstir ekki af miklu. Eins og Þórhallur Þorvalds sagði þegar þeir misstu boltann á miðju: "Þetta var besta færi þeirra hingað til."

Daníel Arason sagði...

Nei voða er maður forvitinn, hver gerði komment og fjarlægði það svo, var það eitthvað dónó?

Stefán Arason sagði...

Ég fjarlægði það...það var ekkert dónó, bara það sama tvisvar.
En hérna er eitthvað dónó!:
www.farmsex.com/

:-)