þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Leiðbeiningar

Vek athygli á því að síðasta blogg er í 3 pörtum, af hverju í %!$&#/"%$&!& verð ég alltaf að búta bloggin niður ef þau verða lengri en ramminn á skjánum?

En það verður að lesast í réttri röð, þeas, fyrsti hlutinn kemur neðst.

Long time ......3

Já, síðast en ekki síst, ég sá það að ekki gat ég verið að vera í skóla með því hallærislega nafni Viðskiptaháskólinn á Bifröst (finnst reyndar Samvinnuháskólinn á Bifröst flottara) svo að ég krafðist þess að nafni skólans yrði breytt. Það var lítið mál og hann heitir nú Háskólinn á Bifröst.

Góðar stundir.

...... hélduð þið að ég hefði gleymt mér, nei ekki aldeilis. Pólska hornið er á sínum stað. Í sumar lenti ég á spjalli við hann Árna Dan frænda minn. Hann tjáði mér frá ákveðnu vandamáli sem hann á við að etja..... og einnig tjáði hann mér að sonur hans, hann ManniDan jr. þyrfti nauðsynlega að vita hvernig ætti að segja kjólföt á pólsku. Konan mín (sem bæ ðe vei er pólsk) vissi það ekki, en ég komst að því í orðabókini minni. Orðið er Frak.

Long time ....2

Hitt sem er mér ofarlega í huga er að ég, á gamals aldri, fór að taka upp á þeim ósóma að fara suður til náms, nánar tiltekið í mastersnám í mennta- og menningarstjórnun í Viðskiptaháskólanum á Bifröst (3 í í þessarri setningu).

(Smá innslag. Ég hef rekizt á það ítrekað í mínu námi að men skrifa orðið þessarri ýmizt með einu eða tveimur errum, hvort er rétt?)

Reyndar vakti nærvera mín í þeim skóla töluverð viðbrögð og hafði víðtæk áhrif. Í fyrsta lagi þá hækkuðu þeir skólagjöldin 10mínútum eftir að ég sótti um, fregnir af auði mínum greinilega ekki lengi að berast þarna suður eftir.
Þá þótti þeim ekki nógu fínt að hafa mig í viðskiptadeild og settu námið undir félagsvísindadeild, en það sjá allir í hendi sér að sú deild er mikið mun virtari.
En ekki var ég fyrr búinn að skrá mig en að allir sem einhverju máli skipta í þjóðfélaginu flykktust til Bifrastar til að geta nú sagzt vera með mér í skóla. T.d. er sjálf Túrilla frá Færeyjum samnemandi minn í M&M og Jónína Ben. er eitthvað að væflast þarna líka og það er nú bara toppurinn á ísjakanum.
Að lokum fór svo að rektori fannst sér svo ógnað af nærveru minni að hann sá sér ekki annað fært en að segja upp störfum, treysti sér ekki til að starfa með mér lengur..........

Annars kynntist ég rektori lítið þennan tíma sem ég var á Bifröst, en af því sem ég sá til hans þá er hann ábyggilega fínn kall.

mánudagur, nóvember 20, 2006

Long time.... 1

Jæja þá er nú komið að því. Langt síðan síðast. Ýmislegt hefur gengið á og gerst síðan ég skrifaði hér síðast, reyndar á ég nú svona frekar von á því að sá harði kjarni sem var farinn að lesa þetta blogg sé lööööööngu hættur að nenna að kíkja hérna til mín. Enda ekki boðið upp á neitt nema einhverjar endakleinur (ef þið viljið fá útskýringu á þessum einkabrandara hafið þá sambandi við skólastjóra Nesskóla, sími 4771124 og biðjið um Malla).

Það sem er mér mest hugleikið þessa dagana er helst tvennt. í fyrsta lagi þá eru að bresta á hinir árlegu stór-jólatónleikar Jólafriður, sem verða haldnir í Eskifjarðarkirkju 17. des. eða á 4.sunnudegi í aðventu. Reyndar er ég að velta því fyrir mér að ef að aðfangadagur er á sunnudegi er hann þá fjórði sunnudagur í aðventu, eða er það sunnudagurinn á undan honum. Ég hef nefnilega alltaf haldið tónleikana á 4. sunnudegi í aðventu, nema kannski núna.
En á tónleikunum verður semsagt einvalalið hljófæraleikara og söngvara og vonandi mikið gaman, mikið stuð. Endilega komið og njótið.