þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Long time ......3

Já, síðast en ekki síst, ég sá það að ekki gat ég verið að vera í skóla með því hallærislega nafni Viðskiptaháskólinn á Bifröst (finnst reyndar Samvinnuháskólinn á Bifröst flottara) svo að ég krafðist þess að nafni skólans yrði breytt. Það var lítið mál og hann heitir nú Háskólinn á Bifröst.

Góðar stundir.

...... hélduð þið að ég hefði gleymt mér, nei ekki aldeilis. Pólska hornið er á sínum stað. Í sumar lenti ég á spjalli við hann Árna Dan frænda minn. Hann tjáði mér frá ákveðnu vandamáli sem hann á við að etja..... og einnig tjáði hann mér að sonur hans, hann ManniDan jr. þyrfti nauðsynlega að vita hvernig ætti að segja kjólföt á pólsku. Konan mín (sem bæ ðe vei er pólsk) vissi það ekki, en ég komst að því í orðabókini minni. Orðið er Frak.

3 ummæli:

Stefán Arason sagði...

Fjandakornið! Lengi lifir í gömlum glæðum.
Velkomin aftur í þennan bloggaða heim. Asnalegt þetta með bútunina...geturðu ekki bara prófað að skipta um útlit og athugað hvort þetta breytist?

En mér líst vel á að þeir hafi séð sig svona allsvakalega um þarna í Bifröst þegar þú komst til þeirra til að ausa úr viskubrunni þínum.

Hlakka til að lesa meira.

Daníel Arason sagði...

Já ég var nú alltaf hrifinn af þessu framsóknargræna lúkki en ákvað að skipta um stíl. Erettekki flottara?

Stefán Arason sagði...

tja...