fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Ummæli

Ég hef gaman af skemmtilegum tilsvörum, og þá sérstaklega heimskulegum tilsvörum. Mest gaman hef ég þó af því þegar menn segja eitthvað í fjölmiðlum, og halda að þeir séu að segja eitthvað rosa merkilegt en eru samt ekki að segja neitt. Ég rakst á tvö dæmi nýlega.

Á fótbolti.net lætur danskur fótboltamaður hafa eftirfarandi eftir sér (en íþróttamenn eru reyndar óþrjótandi uppspretta innihaldslausra ummæla ("loksins er Fram-liðið farið að spila eins og það sé Framliðið")). En bauninn sagði semsagt: "Ég er vanari þjálfurum og stuðningsmönnum sem vilja að þú spilir þig út úr vandræðunum og að þú sendir á samherja".

Furðulegur fótboltamaður, ekki skrýtið að hann hafi verið seldur. Reyndar er sagan um það skemmtileg því hann var keyptur nú í sumar (til Everton) á 5.000.000 punda (uþb. 600 milljónir króna, litlar). Hann spilaði 1 (einn!) deildarleik með Everton og var seldur til Fiorentina um daginn. Held að hann hafi farið á 2.000.000 punda. Semsagt 360.000.000 kr. í vaskinn hjá Everton á hálfu ári + laun leikmannsins.

Engin ummæli: