mánudagur, nóvember 20, 2006

Long time.... 1

Jæja þá er nú komið að því. Langt síðan síðast. Ýmislegt hefur gengið á og gerst síðan ég skrifaði hér síðast, reyndar á ég nú svona frekar von á því að sá harði kjarni sem var farinn að lesa þetta blogg sé lööööööngu hættur að nenna að kíkja hérna til mín. Enda ekki boðið upp á neitt nema einhverjar endakleinur (ef þið viljið fá útskýringu á þessum einkabrandara hafið þá sambandi við skólastjóra Nesskóla, sími 4771124 og biðjið um Malla).

Það sem er mér mest hugleikið þessa dagana er helst tvennt. í fyrsta lagi þá eru að bresta á hinir árlegu stór-jólatónleikar Jólafriður, sem verða haldnir í Eskifjarðarkirkju 17. des. eða á 4.sunnudegi í aðventu. Reyndar er ég að velta því fyrir mér að ef að aðfangadagur er á sunnudegi er hann þá fjórði sunnudagur í aðventu, eða er það sunnudagurinn á undan honum. Ég hef nefnilega alltaf haldið tónleikana á 4. sunnudegi í aðventu, nema kannski núna.
En á tónleikunum verður semsagt einvalalið hljófæraleikara og söngvara og vonandi mikið gaman, mikið stuð. Endilega komið og njótið.

Engin ummæli: