þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Long time ....2

Hitt sem er mér ofarlega í huga er að ég, á gamals aldri, fór að taka upp á þeim ósóma að fara suður til náms, nánar tiltekið í mastersnám í mennta- og menningarstjórnun í Viðskiptaháskólanum á Bifröst (3 í í þessarri setningu).

(Smá innslag. Ég hef rekizt á það ítrekað í mínu námi að men skrifa orðið þessarri ýmizt með einu eða tveimur errum, hvort er rétt?)

Reyndar vakti nærvera mín í þeim skóla töluverð viðbrögð og hafði víðtæk áhrif. Í fyrsta lagi þá hækkuðu þeir skólagjöldin 10mínútum eftir að ég sótti um, fregnir af auði mínum greinilega ekki lengi að berast þarna suður eftir.
Þá þótti þeim ekki nógu fínt að hafa mig í viðskiptadeild og settu námið undir félagsvísindadeild, en það sjá allir í hendi sér að sú deild er mikið mun virtari.
En ekki var ég fyrr búinn að skrá mig en að allir sem einhverju máli skipta í þjóðfélaginu flykktust til Bifrastar til að geta nú sagzt vera með mér í skóla. T.d. er sjálf Túrilla frá Færeyjum samnemandi minn í M&M og Jónína Ben. er eitthvað að væflast þarna líka og það er nú bara toppurinn á ísjakanum.
Að lokum fór svo að rektori fannst sér svo ógnað af nærveru minni að hann sá sér ekki annað fært en að segja upp störfum, treysti sér ekki til að starfa með mér lengur..........

Annars kynntist ég rektori lítið þennan tíma sem ég var á Bifröst, en af því sem ég sá til hans þá er hann ábyggilega fínn kall.

Engin ummæli: