föstudagur, apríl 07, 2006

Fimmtudagur til ..... (Part 2)

Enn og aftur verð ég að skipta ódauðlegum meistaraverkum mínum í tvo hluta vegna einhverrar vitleysu í bloggkerfinu. Jæja, nenni hvorki að pæla í því eða röfla yfir því. Hér kemur seinni hluti.

Það stendur annars mikið til hjá mér þessa dagana. Ég er ásamt fjórum fínum söngkonum að æfa fyrir tónleika sem við ætlum að halda í Eskifjarðarkirkju á föstudaginn langa. Þetta sagði ég nú líklega líka í síðasta bloggi, en hvað, þetta er manni nú frekar ofarlega í huga núna. Við verðum með prógramm sem mun samanstanda af sænskri tónlist. Þarna verður m.a. flutt Abba tónlist, Roxette, Evert Taube (sem samdi bæði Vorkvöld í Reykjavík og Verst af öllu (er í heimi, einn að búa í Reykjavík) það vissuð þið ekki! Svo náttúrlega hin frábæra Carola, sem verður enn og aftur fulltrúi Svía í Eurovision.

Svo er verið að taka í gegn baðherbergi á heimilinu, karl faðir minn kom um síðustu helgi og setti upp innréttingu þar og nú liggur fyrir að fara að flísaleggja. Vonandi vinnst til þess tími í fríinu í næstu viku.

Í fræðsluhorninu að þessu sinni er orðið łazienka sem þýðir (öllum að óvörum) ........
Já nú læt ég lesendur um að geta.

4 ummæli:

Stefán Arason sagði...

Þýðir "tazienka" ekki barasta pása? Eða jafnvel "þögn"?

Stefán Arason sagði...

tja eða baðherbergi...

Þorbjörn sagði...

er það þá ekki fimmtudagur?

Daníel Arason sagði...

nei baðherbergi.