föstudagur, október 05, 2007

Meira af disknum


hér má sjá forsíðuna á hinum nýja diski. þetta er hannað af mér og Guðmanni Þorvaldssyni, snilingi á Eskifirði. reyndar meira hannað af honum en mér, en ég skannaði inn myndina.

myndin er tekin í ferð sem afi fór með Magna Sveinssyni og fleirum til að heimsækja æskuslóðirnar á Suðurbæjum. ég veit ekki nákvæmlega hvenær ferðin var farin, en trúlega er þetta seinasta heimsókn afa á Gerðistekk. hann er hér að horfa út yfir Barðsnesið og út fjörðinn. gaman hefði verið að vera með í þessari ferð, en á umslagi disksins eru fleiri myndir úr ferðinni.

5 ummæli:

Stefán Arason sagði...

Elskulegastur bróðir, til hamingju með að vera búinn með diskinn!
Hlakka til að sjá og heyra þetta allt.

Eins og þú hefur komist að þá er hægt að setja inn myndir, en músík hef ég ekki trú á að þú getir sett inn þarna.

Geturðu skrifað löng blogg núna?

Beztustu kveðjur!

Nafnlaus sagði...

já allavega eins löng og þetta er. Það er hægt að setja hér inn vídeó en ekki tónlist, skrýtið. Set tónlist inn á myspace síðuna mína fljótlega

Nafnlaus sagði...

Ótrúlegt - drengurinn er ekki dauður úr öllum æðum í bloggheiminum - gaman að lesa hjá þér rétt eins og þegar litli bróðir nennir að blogga !
En ég les bloggið hjá ykkur mjög reglulega og finnst það gaman !
Hlakka til að heyra loka útkomuna á disknum Danni og bara hjartanlega til lukku með þetta allt saman - afi er örugglega stoltur af þér þarna einhversstaðar !

Stefán Arason sagði...

já, sá gamli væri stoltur.

Nafnlaus sagði...

Loose [url=http://www.FUNINVOICE.COM]how to make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to beget gifted invoices in one sec while tracking your customers.