föstudagur, október 05, 2007

...við nikkunnar óm

jæja, nú er næstum ár síðan síðasta blogg kom út. ætli sé ekki best að veita dyggum lesendum bloggsins það sem þeir haf beðið eftir.

ég var að ljúka við vinnslu á nýja geisladisknum mínum í síðustu viku. diskurinn heitir ...við nikkunnar óm og inniheldur lög eftir afa minn, Bjarna Halldór Bjarnason. afi samdi nokkur lög á efri árum og árið 2002 voru 10 þeirra gefin út í bók (sem heitir ...sungu við nikkunnar óm) og voru það pabbi og mamma sem gerðu það, við bræður sáum um að skrifa upp lögin og setja þau upp í tölvu. tónskáldið sá um tölvuvinnunna.

ég er lengi búinn að ætla að koma lögunum á disk og lét loksins verða af því nú í sumar, búinn að vera að taka upp af og til síðan í mars. tók m.a.s. helling upp á Bifröst í sumar. síðustu tvær vikur hafa svo farið í að klára síðustu tónana, spila inn fiðlu og eitt lag á nikku (Torvald Gjerde organisti á Egilsstöðum gerði það með stæl), og hljóðblanda. það var Guðjón Skuggi sem hjálpaði mér með það. nú er búið að mastera diskinn og senda umslagið í tölvupósti og þetta er komið úr mínum höndum. áætlaður útgáfudagur er 1. nóv og vona bara að það takist, það á reyndar alveg að sleppa.

veit ekki hvort ég get sett inn myndir og lög á þetta blogg, Stebbi bróðir segir mér kannski til um það, en ég fer nú í það að reyna.

kveð að sinni með því að ausa úr viskubrunni mínum. pólverjar segja statek þegar þeir tala um skip.

Engin ummæli: